Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2006 | 16:32
Sumir eiga ekki að keyra
Treystu tækninni fremur en eigin skilningarvitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2006 | 11:48
Vúhú
Ég á ammli í dag
Ég á ammli í dag
Ég er gamall í dag...
Til hamingju ÉG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2006 | 09:36
Fuglinn minn fríði
Golfmót Lýsingar var haldið á laugardaginn. Þáttakan var frekar dræm, þar sem aðeins 8 mættu af þeim 16 sem skráðu sig upphaflega til leiks. Við mættum þarna á GKG galvaskir kl. 09.00 á laugardagsmorgun í þvílíkum kulda, tilbúnir í að taka bara 9 holur. En þegar við vorum komnir af stað þá lagaðist veðrið og var því ákveðið að taka allar 18 holurnar. Get ekki annað sagt en ég sé sáttur við það þar sem fyrri 9 holurnar hjá mér voru vægast sagt vafasamar. Ég var að fjór og fimmpútta... En allavega á 11 holu gerðust undur og stórmerki, Mundalingurinn náði sínum fyrsta fugli. Tók þvílíkt gott upphafshögg og endaði ca. meter frá holunni, var eiginlega viss um að ná bara pari þar sem púttin mín höfðu ekki verið að gera sig neitt voðalega vel, en viti menn - boltinn fór ofan í :)
Svo kemur í ljós næsta föstudag á október fest Lýsingar hvernig manni gekk nú. Veit allavega að ég er ekki í síðasta sæti þar sem einn hætti þegar nokkrar holur voru eftir.
Við Rósa erum búin að vera að kíkja í kringum okkur eftir raðhúsi eða einbýlishúsi... erum búin að sjá eitt sem við erum voðalega skotin í, en það er víst best að gera sem minnst áður en maður selur núverandi eign... Fáum verðmat á henni seinna í dag og svo setjum við hana á sölu þegar við erum búin að laga svona ýmsa smáhluti.
Allavega nóg að gera :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2006 | 10:49
Brandari
Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið." Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."
"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."
Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei", segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."
Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara í grímuball."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2006 | 00:23
Jæja þá er það komið
Baðherbergið er tilbúið !!!!
Myndir eru komnar hérna til hliðar, hægt að skoða hvað baðherbergið var yndislega ógeðslegt. Svo hendi ég inn myndum af því nýju og endurbættu :). Allavega þá erum við Rósa rosalega fegin að þetta skuli loksins vera búið... næstum mánuði eftir að við byrjuðum (átti bara að taka nokkra daga sko).
Svo má ekki gleyma því að littli kallinn er farinn að standa í lappirnar, togaði sig upp á sunnudagskvöldið... maður er rosalega stoltur af stráknum
Man alive... hef svosem ekkert annað að segja, maður er lítið búinn að gera nema vinna í þessu blessaða baðherbergi..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2006 | 08:33
10 km hlaup
Jæja já... hljóp 10 km á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu. Sáttur við að klára þetta þar sem ég hef ekki hlaupið svona langa vegalengd í einu frá því í 10 bekk í grunnskóla :). Ekki jafn sáttur við að tíminn minn skráðist ekki þar sem ég var ekki með helvítis "flöguna" á réttum stað. Maður átti víst að festa draslið á skóoinn sinn en ekki hafa þetta í vasanum. En ég hljóp samt sem áður á ca. 51 mínútu sem mér finnst bara asskoti gott. Ekki jafn gott var að sokkarnir sem ég hljóp í skárust einhvernvegin inn í stóru tánna sem er núna bólgin og fín og nærbuxurnar sem ég var í nudduðust svona fínt á milli lappana á mér líka... en eins og ég segi þá er ég ánægður með að hafa klárað þetta.
Nú standa yfir stórframkvæmdir í Miðholtinu. Búið að rífa allt út af baðherberginu, dúkinn af veggjunum og gólfinu, baðkarið komið á haugana ofl. ofl. ofl. Set inn myndir af herlegheitunum við tækifæri, gaman að sjá hvað baðherbergið lítur ógeðslega út. Var farið að morkna hér og þar.
Jæja... vinna vinna vinna!
Bloggar | Breytt 25.8.2006 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2006 | 08:25
Golfkylfur í glasi
Einu sinni voru tvær golkylfur á bar og barþjónninn spurði hvað mætti færa þeim. Þá sagði önnur:?Einn bjór takk?. Svo spurði barþjónninn hina kylfuna og hún sagði: ?Ekkert ég er Driver?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2006 | 13:30
Brandari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2006 | 14:48
Verslunarmannahelgin
Fórum norður um síðustu helgi með littla kútinn í sína fyrstu útilegu. Jú við fórum norður því veðurfréttamenn kepptust við að segja okkur að þar yrði besta veðrið. Þetta byrjaði nú ekki illa, vorum komin inn í Flateyjardal ca. 18.00 á föstudeginum í blíðskaparveðri, reyndar alskýjað en mjög hlýtt. Hlýindin héldust nú ekki lengi því að á laugardeginum fór hitinn aldrei yfir 12 gráður. Í stuttu máli þá sáum við ekki sól í ferðalaginu fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes á heimleið á sunnudegi.
Vignir Snær var nú bara frekar sáttur við ferðalagið, enda voru svo margir að berjast um að fá að vera með hann. Verður örugglega þvílíkt athyglissjúkur þegar hann eldist. Eina sem drengnum leiddist soldið það var blessuð bílferðin fram og til baka. Ekkert gaman að vera festur niður í eitthvað sæti, vildi miklu frekar vera á fleygiferð út um allt á rassinum.
Vika 2 í bootcamp byrjaði með stæl í gær. Ég held svei mér þá að þjálfararnir hafi ætlað að drepa okkur, því ég hef aldrei verið eins búinn í efri líkamanum og eftir þessa hrikalegu æfingu. Og ekki nóg með að þetta hafi verið erfiðasta æfing sem ég hef farið á, þá fór ég að slípa strax á eftir :S sem ég ætla by the way aldrei að gera aftur, þó svo að það hafi ekki verið eins slæmt og ég bjóst við.
jæja... back to work.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 08:23
Golf... flog
Já og hana nú. Golfmót Lýsingar var haldið um síðustu helgi á golfvellinum í Grindavík. Spilaður var betri bolti, en hann virkar þannig að 2 spila saman í liði, einn vanur og einn óvanur. Báðir slá upphafshöggið, betri boltinn er valinn og svo er slegið til skiptis þangað til kúlan endar í holunni. Ég taldist sem vanur í þessu, þrátt fyrir forgjöf upp á 32, og endaði í 3ja sæti sem mér finnst nú bara asskoti gott :). Sem betur fer var spilað með forgjöf því annars hefðum við líklega endað í einu af neðstu sætunum.
Svo er kappinn byrjaður í bootcamp... byrjaði á mánudaginn og þetta er eintóm snilld. Maður er svoleiðis rekinn áfram og það er ekki ein mínúta í hvíld í þennan klukkutíma sem æfingin varir. Býst við að vera kominn í þrusuform eftir 5-6 vikur.
Nýja golfsettið kom í gær, við mikinn fögnuð hjá mér... mismikill fögnuður hjá Rósu og Vigni. Var nýkominn heima af bootcamp æfingu en bara varð að fara og slá nokkrar kúlur... 100 stk. eða svo. Verð nú bara að segja að mér finnst ég slá mun betur með þessum kylfum en þeim gömlu. Boltarnir voru allir (meira eða minna) að fara beint, sem er mikil framför.
Nú er stefnan sett á norðurland um helgina, þar sem veður á að vera hvað skást. Leggjum af stað um hádegisbil á morgun og keyrum í rólegheitunum eitthvað norður þar sem við vitum ekki alveg hvernig Vignir Snær á eftir að láta í svona langri keyrslu.
Allllavega ... later.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar