Færsluflokkur: Tölvur og tækni
6.3.2007 | 11:53
Enn um Vista vs. Linux
Þetta er skemmtilegt að lesa. Gott að vita að stjórnendur hugsi aðeins áður en þeir taka ákvörðun. Uppfærslur stórra fyrirtækja/stofnana í nýjustu Microsoft útgáfur, Vista - Office 2007 - IE 7, koma til með að verða rándýrar... ekki bara vegna kostnaðar sem fylgir kaupum á kerfunum, heldur einnig vegna allra compatibility vandamála sem eiga pottþétt eftir að koma upp. Vista þarf það öflugar vélar að í mörgum tilfellum munu fyrirtæki sem ætla sér að uppfæra í Vista þurfa að endurnýja stórann hluta vinnustöðva sem þau hafa yfir að ráða.
Ef fyrirtæki myndu ákveða að fara í staðinn yfir í Linux kerfi þá fylgir því auðvitað einhver start kostnaður og jafnvel fleiri starfsmenn á upplýsingatæknisviðum sem hafa þá sérþekkingu sem til þarf. En á móti kemur að hægt er að fá mikið af góðum útfærslum á Linux - bæði ókeypis og svo kerfi sem eru seld og þá líka með support. Til langs tíma myndi ég halda að fyrir flest fyrirtæki og stofnanir þá væri það ódýrara að skipta yfir í Linux kerfi, sérstaklega þar sem hægt er að fá sambærileg forrit fyrir allt sem notað er í Windows kerfunum... og stuðningur við Linux á bara eftir að aukast á næstu árum.
Spurning um að hætta þessu Microsoft kjaftæði og setja bara upp Linux? Hætta í .Net og fara bara í Python eða eitthvað svoleiðis. Allavega hef ég verið að lesa mikið um Linux síðustu daga er alltaf að verða hrifnari og hrifnari
http://www.informationweek.com/news/showArticle.jhtml?articleID=197700789
5.3.2007 | 15:08
Áhugavert...
http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/6396733.stm
Ætli þetta sé ekki bara nánasta framtíðin. Bráðum munu þessar vídjóleigur eins og við þekkjum þær í dag leggjast af og við fáum allt okkar efni í gegnum netið.
Samt áhugavert að sjá hvernig þeir fara að því að leyfa aðeins spilun á kvikmyndum í 30 daga eftir niðurhal... og enn áhugaverðara að sjá hversu lengi menn eru að hakka sig í gegnum það.
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar