Vista...

Já það er nebbla það.  Ég er sjálfur að keyra Vista á heimasmíðuðu borðtölvunni og verð að segja að það sem kemur fram í þessari frétt er alveg hárrétt.  Veit ekki með myndvinnsluna en það sem sagt er um hægaganginn þegar maður er að opna möppur og gera svona minniháttar vinnslu er rétt.  Auk þess þá spyr stýrikerfið þig í hvert skipti sem þú opnar forrit hvot þú viljir örugglega gera það.  Reyndar hægt að slökkva á þessum fídus, en þetta er bara einn af þeim fídusum sem eiga að gera þetta nýja kerfi svo rosalega "öruggt" og því ekki sniðugt að slökkva á honum.

Annað sem böggar mig hrikalega við Vista er Windows Defender... gerir jú sitt gagn en líka ógagn.  T.d. stoppar hann sjálfkrafa forrit sem eiga að keyra upp þegar vélinni er ræst og ég þarf að fara inn handvirkt til að keyra þau upp... sérstaklega þar sem eitt af þessum forritum er vírusvörnin mín.  Hef reyndar ekki eytt miklu púðri í að komast að því hvernig hægt er að laga þetta en hef þó reynt og get rétt ímyndað mér hvað þetta væri leiðingjarnt og pirrandi fyrir almenna notendur sem eru ekki þeim mun betri á tölvur.

Svona er þetta... ef ég væri ekki tölvunarfræðingur sem er fyrir löngu orðinn (hef alltaf verið) háður Windows þá myndi ég ekki hika við að fá mér makka.


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sem sagt allvega bíða með að skipta í XP í Vista?

Sigfús Sigurþórsson., 28.2.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Þórmundur Helgason

hehe.. ég hef reyndar ekki skoðað hversu auðvelt eða erfitt það er að skipta yfir í classic, en ef það er það sem þú vilt þá geturðu bara verið áfram í XP

Annars er annað stýrikerfi sem ég er að spá í að prófa

    Ubuntu 

Linux stýrikerfi sem lítur bara asskoti vel út. 

Þórmundur Helgason, 1.3.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband