Og svo gerðist fleira...

Það var óvissuferð í boði Grétars með Ofurpungunum síðustu helgi.  Ferðin hlaut það frábæra nafn "Survivor Suðurland" og heppnaðist með eindæmum vel hjá kallinum.  Við byrjuðum vel á föstudeginum, fórum í Hveragerði, settum upp tjaldvagnana tvo og svo var planið að fara í smá fyllerísgolf, en þegar vagnarnir voru komnir upp voru menn meira á því að drekka bara og spila smá fussball.  Nú eins og gefur að skilja þá var drukkið fram á nótt svona til að hita upp fyrir hinn ofur skemmtilega dag sem var framundan.

Laugardagsmorgun vorum við mættir um 10 til Grétars í morgunamat.  Svo þegar bílstjórinn ógurlegi var mættur á svæðið þá var haldið af stað.  Óvissan byrjaði á eggjabúi einu rétt hjá Selfossi, en þar var fyrsta þrautin af 5 í survivor leiknum.  Eggjahlaup, egg sett í skeið og skeiðin upp í munn og svo hlaupið...  því miður datt enginn með andlitið ofan á eggið en mjög gaman samt.  Við fengum líka að bragða á hráu eggi og virtust allir geta kyngt því nokkuð sannfærandi nema Hjalti greyið sem virtist njóta þess svo rosalega að hann þurfti alltaf að spýta því út úr sér aftur.  Og ekki má gleyma Óla sem fannst eggið svo rosalega gómsætt að hann var að velkjast með það uppí sér í dágóða stund, enda kallaður eggertegg.  Að þessu ævintýri loknu tók svo við akstur mikill... mun meiri en hann átti að vera þar sem bílstjórinn góði var svo ánægður með aksturseiginleika bíls míns að hann sá sig tilknúinn að aka sama malarveginn aftur og aftur og aftur og aftur... og aftur.  En við komumst á áfangastað að lokum, en það var rafting í hvítá.  Ég er náttúrulega með ekkert nema ónýt eyru og má ekki fá vatn í þau, en var svo forsjáll að kaupa eyrnatappa áður en lagt var í hann þannig að ég gat notið ferðarinnar svona nokkurnvegin jafn mikið og hinir.  Raftingið var mjög skemmtilegt, reyndar fannst okkur öllum að flúðirnar hefðu mátt vera fleiri og stærri, en þetta var ágætis fyrsta reynsla.

Næst tók svo aftur við smá auka akstur þar sem bílstjórinn keyrði okkur upp að einhverju býli sem honum fannst greinilega svona rosalega flott... og svo var snúið við.  Leiðin lá næst á Flúðir þar sem restin af þrautunum fór fram... nenni ekki að tala um þær, nema þá golfkeppnina sem ég og Hössi unnum og svo drykkjukeppnina sem ég vann :).

Nú var dagur að kveldi kominn og haldið aftur í Hveragerði þar sem mikið bál var kveikt og söngvar sungnir fram á nátt.  Ekki má gleyma hetjunum þrem sem steyptu sér sauðdrukknir í ískalda ánna sem streymdi meðfram tjaldsvæðinu.  Hössi fór fyrstur, á föstudagsvköldið og hafði miklar áhyggjur af að kjálkinn á sér væri frosinn fastur og að hann fengi hjartaáfall... Óli og Hjalti lentu nú ekki í svipuðum hremmingum en var að sögn nokkuð kalt.

Svo tek ég það að mér hérmeð að skipuleggja næstu ferð sem verður að ári... Survivor Vesturland :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband