Golf... flog

Já og hana nú.  Golfmót Lýsingar var haldið um síðustu helgi á golfvellinum í Grindavík.  Spilaður var betri bolti, en hann virkar þannig að 2 spila saman í liði, einn vanur og einn óvanur.  Báðir slá upphafshöggið, betri boltinn er valinn og svo er slegið til skiptis þangað til kúlan endar í holunni.  Ég taldist sem vanur í þessu, þrátt fyrir forgjöf upp á 32, og endaði í 3ja sæti sem mér finnst nú bara asskoti gott :).  Sem betur fer var spilað með forgjöf því annars hefðum við líklega endað í einu af neðstu sætunum.

Svo er kappinn byrjaður í bootcamp... byrjaði á mánudaginn og þetta er eintóm snilld.  Maður er svoleiðis rekinn áfram og það er ekki ein mínúta í hvíld í þennan klukkutíma sem æfingin varir.  Býst við að vera kominn í þrusuform eftir 5-6 vikur.

Nýja golfsettið kom í gær, við mikinn fögnuð hjá mér... mismikill fögnuður hjá Rósu og Vigni.  Var nýkominn heima af bootcamp æfingu en bara varð að fara og slá nokkrar kúlur... 100 stk. eða svo.  Verð nú bara að segja að mér finnst ég slá mun betur með þessum kylfum en þeim gömlu.  Boltarnir voru allir (meira eða minna) að fara beint, sem er mikil framför.

Nú er stefnan sett á norðurland um helgina, þar sem veður á að vera hvað skást.  Leggjum af stað um hádegisbil á morgun og keyrum í rólegheitunum eitthvað norður þar sem við vitum ekki alveg hvernig Vignir Snær á eftir að láta í svona langri keyrslu.

Allllavega ... later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Korinna Bauer

Góða ferð og góða skemmtun.

Korinna Bauer, 3.8.2006 kl. 10:08

2 identicon

Mismikill fögnuður... við ekki alveg að skilja.. mjög glöð fyrir þína hönd :)

Rósa (IP-tala skráð) 7.8.2006 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband