Verslunarmannahelgin

Fórum norður um síðustu helgi með littla kútinn í sína fyrstu útilegu.  Jú við fórum norður því veðurfréttamenn kepptust við að segja okkur að þar yrði besta veðrið.  Þetta byrjaði nú ekki illa, vorum komin inn í Flateyjardal ca. 18.00 á föstudeginum í blíðskaparveðri, reyndar alskýjað en mjög hlýtt.  Hlýindin héldust nú ekki lengi því að á laugardeginum fór hitinn aldrei yfir 12 gráður.  Í stuttu máli þá sáum við ekki sól í ferðalaginu fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes á heimleið á sunnudegi.

Vignir Snær var nú bara frekar sáttur við ferðalagið, enda voru svo margir að berjast um að fá að vera með hann.  Verður örugglega þvílíkt athyglissjúkur þegar hann eldist.  Eina sem drengnum leiddist soldið það var blessuð bílferðin fram og til baka.  Ekkert gaman að vera festur niður í eitthvað sæti, vildi miklu frekar vera á fleygiferð út um allt á rassinum.

Vika 2 í bootcamp byrjaði með stæl í gær.  Ég held svei mér þá að þjálfararnir hafi ætlað að drepa okkur, því ég hef aldrei verið eins búinn í efri líkamanum og eftir þessa hrikalegu æfingu.  Og ekki nóg með að þetta hafi verið erfiðasta æfing sem ég hef farið á, þá fór ég að slípa strax á eftir :S sem ég ætla by the way aldrei að gera aftur, þó svo að það hafi ekki verið eins slæmt og ég bjóst við.

jæja... back to work.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband