22.8.2006 | 08:33
10 km hlaup
Jæja já... hljóp 10 km á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu. Sáttur við að klára þetta þar sem ég hef ekki hlaupið svona langa vegalengd í einu frá því í 10 bekk í grunnskóla :). Ekki jafn sáttur við að tíminn minn skráðist ekki þar sem ég var ekki með helvítis "flöguna" á réttum stað. Maður átti víst að festa draslið á skóoinn sinn en ekki hafa þetta í vasanum. En ég hljóp samt sem áður á ca. 51 mínútu sem mér finnst bara asskoti gott. Ekki jafn gott var að sokkarnir sem ég hljóp í skárust einhvernvegin inn í stóru tánna sem er núna bólgin og fín og nærbuxurnar sem ég var í nudduðust svona fínt á milli lappana á mér líka... en eins og ég segi þá er ég ánægður með að hafa klárað þetta.
Nú standa yfir stórframkvæmdir í Miðholtinu. Búið að rífa allt út af baðherberginu, dúkinn af veggjunum og gólfinu, baðkarið komið á haugana ofl. ofl. ofl. Set inn myndir af herlegheitunum við tækifæri, gaman að sjá hvað baðherbergið lítur ógeðslega út. Var farið að morkna hér og þar.
Jæja... vinna vinna vinna!
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að láta alla vita hvað hann er ógó duglegur... fyrir utan að slípa parket og allt sollis þá er maðurinn líka snillingur í að flísaleggja, pípa og hann er bara svona allt mugligman :) heyrðu og breyttu mér í tenglinum þínum.. scousergirl.bloggar.is
Sósan (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.