1.9.2007 | 12:06
Já góðan daginn...
Umræðan um Windows vs. Linux/Mac og vírusa er alltaf skemmtileg, sérstaklega þar sem aldrei fæst neinn botn í hana.
Ég hef alla tíð notað Windows stýrikerfi, þeas frá 3.1 og uppúr. Hef reyndar prófað nokkrar Linux útgáfur eins og Ubuntu og Red Hat, og Ubuntu er orðið mjög svo notendavænt bæði í uppsetningu og notkun og því líður að því að "venjulegt fólk" geti farið að nota ákveðnar Linux útgáfur eitthvað af viti án þess að þurfa að hafa eitthvað tölvu séní við hliðina á sér til að setja inn forrit og uppfærslur. Ég hef aldrei orðið var við neina vírusa eða óstöðugleika í mínum Linux uppsetningum, en ástæðan fyrir að ég notast aðallega við Windows er að það er ekkert annað sem uppfyllir allar mínar þarfir, enda Microsoft fíkill dauðans...
By the way þá er BitDefender eitt besta vírusvarnarforrit sem ég hef kynnst, létt í keyrslu og hefur ekki hleypt inn einum einasta vírus/spyware/malware í þetta ár sem ég hef notað það og ég þarf ekkert annað á mínar vélar til að halda þeim "hreinum". Það er samt aldrei nóg að vera með frábæra vírusvörn ef maður smellir alltaf sjálfkrafa á "allow" þegar vírusvörnin er að spyrja mann hvort leyfa megi hinu eða þessu að fá aðgang að tölvunni.
Þrátt fyrir að ég sé Windows maður þá mæli ég eindregið gegn því að fólk kaupi sér Windows Vista... ekki einusinni á nýjar vélar. Það er bara allt of þungt í keyrslu, öflugustu vélarnar í dag virka bara þungar, hægar og leiðinlegar með Vista. Að mínu mati er XP orðið nokkuð stöðugt í dag með öllum uppfærslum og góðri vírusvörn.
Bill Gates... I lovjú
.:Mundi:.
Blogger undir árás tölvuþrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.