10.10.2006 | 09:36
Fuglinn minn fríði
Golfmót Lýsingar var haldið á laugardaginn. Þáttakan var frekar dræm, þar sem aðeins 8 mættu af þeim 16 sem skráðu sig upphaflega til leiks. Við mættum þarna á GKG galvaskir kl. 09.00 á laugardagsmorgun í þvílíkum kulda, tilbúnir í að taka bara 9 holur. En þegar við vorum komnir af stað þá lagaðist veðrið og var því ákveðið að taka allar 18 holurnar. Get ekki annað sagt en ég sé sáttur við það þar sem fyrri 9 holurnar hjá mér voru vægast sagt vafasamar. Ég var að fjór og fimmpútta... En allavega á 11 holu gerðust undur og stórmerki, Mundalingurinn náði sínum fyrsta fugli. Tók þvílíkt gott upphafshögg og endaði ca. meter frá holunni, var eiginlega viss um að ná bara pari þar sem púttin mín höfðu ekki verið að gera sig neitt voðalega vel, en viti menn - boltinn fór ofan í :)
Svo kemur í ljós næsta föstudag á október fest Lýsingar hvernig manni gekk nú. Veit allavega að ég er ekki í síðasta sæti þar sem einn hætti þegar nokkrar holur voru eftir.
Við Rósa erum búin að vera að kíkja í kringum okkur eftir raðhúsi eða einbýlishúsi... erum búin að sjá eitt sem við erum voðalega skotin í, en það er víst best að gera sem minnst áður en maður selur núverandi eign... Fáum verðmat á henni seinna í dag og svo setjum við hana á sölu þegar við erum búin að laga svona ýmsa smáhluti.
Allavega nóg að gera :)
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.