Væmni

Bið ykkur afsökunar á væmininni en svona er þetta bara. 

Held að ég sé núna í fyrsta skipti að átta mig á því hversu mikið er hægt að elska...  Ég sakna Rósu og Vignis svo rosalega mikið að það er eiginlega ekki hægt að útskýra það.  Ég er búinn að hitta fullt af fólki, misjafnlega skemmtilegu, en nokkrum mjög góðum, en samt er ég voðalega einmanna eitthvað.  Það er líklega vegna þess að fólkið sem ég elska er ekki hjá mér til að upplifa þetta með mér.  Að vera einn í útlöndum, eða hvar sem er reyndar, er bara ekki það sama, maður í raun er ekki að upplifa hlutina eins og maður gæti verið að gera. 

En nú þegar þetta hefur verið sagt, þá er nú ekkert leiðinlegt hjá mér sko ;).  Náttúrulega nóg að gera, og fjölskyldunni myndi líklega leiðast ef hún væri hjá mér, þar sem ég vakna kl. 8 á morgnana og er á ráðstefnu til kl 16.  Og í dag var ráðstefnan meira að segja til kl. 17.30... en eftir það var smá "reception" þar sem boðið var upp á  hvítt, rautt, bjór og mat.  Það var mjög fínt, gaf manni tækifæri á að tala við mismunandi fólk... mjög mismunandi... en þannig virkar það bara.

Í morgun var ég að bíða eftir leigubíl á ráðstefnuna þegar ég tók eftir því að kona ekki mjög langt frá mér var með sama passa og ég um hálsinn eitthvað að væflast um svæðið.  Ég gerði mér lítið fyrir og spurði hvort hún væri að fara á rástefnuna og hún sagði já.  Við tókum saman leigubíl og í ljós kom að hún er skipuleggjandi ráðstefnunnar.  Mjög fín kona og gaman að spjalla við hana... og það sakaði ekki að hún borgaði bílinn ;).

Meira seinna... kossar handa höllum fyrst við erum svona væmin í dag.

 og þess má get að nú á að vera hægt að skrifa comment án þess að þurfa að staðfesta email... hélt reyndar að ég væri búinn að gera það mögulegt en nú er bara taka 2...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara hollt að vera soldið væminn sko ;) Söknum þín ógó mikið
Bara 2,5 dagar í Mundann okkar :)
Rósa & Vignir 2 tönnslu strákur

RH/VS (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 22:51

2 Smámynd: Hjalti G. Hjartarson

haha, æææi þú ert nú algert rassgat.... Gott að þú skemtir þér vel Mundi minn og við söknum þín líka hérna heima :)

Hjalti G. Hjartarson, 26.4.2006 kl. 08:26

3 Smámynd: Korinna Bauer

svo fer Hjalti út næst! vei! ;)

ég sakna hans nú þegar.

Innilega til hamingju með tönnunum!

Korinna Bauer, 26.4.2006 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband