27.4.2006 | 13:27
Síðasti dagurinn í Nice
Spurning hvort maður eigi ekki að flytja út til heitari landa? Finn það alvega að hitinn á miklu betur við mig en kuldinn á Íslandi. Svo er ekki þetta eilífa helvítis rok og rigning heldur. Gæti alveg séð það fyrir mér að búa í einhvern tíma á Frakklandi, eða Spáni... spurning hvað Rósu og Vigni fynnst um það :)
Ráðstefnan er búin og ég er eiginlega búinn að fá alveg nóg af labbi, búinn að skoða allt sem ég hef áhuga á að skoða, fara allar helstu verslunargöturnar og svo framvegis. Þannig að nú er ég í raun bara að bíða eftir að komast heim. Verst samt hvað flugið til Parísar er óheyrilega snemma, það er flogið 06.40, en innritun er bara til 05.40 og hún byrjar 04.10... og þetta er easy-jet svo maður þarf að mæta sem fyrst í innritun til að fá gott sæti, er reyndar ekki svo langt flug þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli. Svo lendi ég í París 20 mínútur í sjö og þarf að bíða til korter yfir tvö eftir fluginu til Keflavíkur...
En nóg um það, best að njóta síðustu andartakanna í Nice, kannski maður fari bara niðrá strönd með bók og fái sér eins og einn öl... verð samt ekki sólbrúnn því það er voðalega skýjaði í dag :p
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vúhúúú einn dagur í mundann :) Hlökkum til að sjá þig á morgun.
Rósa & Vignir (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 15:39
Fæ ég að vera tengill hjá þér :)
Scousergirl, 30.4.2006 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.