Ekki misskilja...

Ég hef nú farið á hraðlestrarnámskeið og fannst það vera mjög hjálplegt.  Þar var ekki verið að tala um neinar töfralausnir heldur verið að kenna manni að lesa með betri tækni.  T.d. hvernig maður á að sjá orðin í staðinn fyrir hvern staf fyrir sig.  Svo var kennd tækni eins og að staðsetja vísifingur undir orðin sem maður les til að halda einbeitingu augnanna á réttri línu, mjög hjálplegt sérstaklega þegar verið er að lesa smátt letur. Svo voru æfingar til að gera heima þar sem passað er upp á að maður sé actually að ná því sem maður les. Það mætti svosem alveg endurskíra hraðlestrarnámskeiðin - t.d. í lestækni námskeið ?


mbl.is „Hraðlestur“ er málum blandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað...

Þetta er nú frekar endaslepptur fréttaflutningur. 

Það sem mig langar að vita er hvað gerðist, afhverju voru slagsmálin...

Þannig að ég fór á sky fréttavefinn

"

Four male youths have been taken to hospital with stab wounds following a knife fight.

Two of the youths, aged between 15 and 18, suffered stab wounds to the back in the fight in Lordship Lane, Wood Green.

A third was stabbed in the leg, while the fourth suffered stab wounds to the stomach. All were taken to a north London hospital.

None has life-threatening injuries.

Two men were arrested in connection with the fight at around 4pm on Tuesday.

Police are investigating whether it was gang related.

It follows the fatal stabbing of Adam Regis in Plaistow, east London, at the weekend and that of Kodjo Yenga in Hammersmith last week. 

"

Svosem ekkert rosalega mikið meira... en samt


mbl.is Fjórir stungnir í fjöldaslagsmálum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fer ekki

ekki séns...

Manchester United er það stór klúbbur að þeir þurfa ekki að selja sína topp menn svo lengi sem þeir eru ánægðir hjá félaginu... og það er engin ástæða fyrir Ronaldo að vera ekki ánægður eins og hann og liðið er að spila þetta tímabilið.

Spænskir fjölmiðlar virðast aftur á móti ólmir vilja fá hann til Spánar... hlýtur að vera svona rosalega gaman að skrifa um hann, eða er kannski gúrkutíð þar Smile


mbl.is Marca fullyrðir að Ronaldo fari til Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hasselhoff

Bara verð að deila þessu með ykkur.

Hlusta á lagið
 

Begging for Love: A modern tragedy based on the story of a man who tries to rescue a failing relationship by serenading his woman accompanied by an Andean folk band he recently met at a petrol station.

Fékk þetta héðan 

Snilldar grúppa... eða þannig sko Blush


Pufff

Maður eiginlega bara skilur ekki þessar upphæðir.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera við alla þessa peninga... kannski gefa þá bara í eitthvert hjálparstarf?  Gaman væri að vita hvort þessir menn geri eitthvað svoleiðis eða hvort þetta fari allt í fínu jeppana og alltof stóru húsin?

Er það ekki FIT kostnaður landsmanna sem borga svo launin Bandit

Já ókei ég er smá abbó...


mbl.is Laun forstjóra og stjórnarformanns Kaupþings hækkuðu um 76%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Vista vs. Linux

Þetta er skemmtilegt að lesa.  Gott að vita að stjórnendur hugsi aðeins áður en þeir taka ákvörðun.  Uppfærslur stórra fyrirtækja/stofnana í nýjustu Microsoft útgáfur, Vista - Office 2007 - IE 7, koma til með að verða rándýrar... ekki bara vegna kostnaðar sem fylgir kaupum á kerfunum, heldur einnig vegna allra compatibility vandamála sem eiga pottþétt eftir að koma upp.  Vista þarf það öflugar vélar að í mörgum tilfellum munu fyrirtæki sem ætla sér að uppfæra í Vista þurfa að endurnýja stórann hluta vinnustöðva sem þau hafa yfir að ráða.

Ef fyrirtæki myndu ákveða að fara í staðinn yfir í Linux kerfi þá fylgir því auðvitað einhver start kostnaður og jafnvel fleiri starfsmenn á upplýsingatæknisviðum sem hafa þá sérþekkingu sem til þarf.  En á móti kemur að hægt er að fá mikið af góðum útfærslum á Linux - bæði ókeypis og svo kerfi sem eru seld og þá líka með support.  Til langs tíma myndi ég halda að fyrir flest fyrirtæki og stofnanir þá væri það ódýrara að skipta yfir í Linux kerfi, sérstaklega þar sem hægt er að fá sambærileg forrit fyrir allt sem notað er í Windows kerfunum... og stuðningur við Linux á bara eftir að aukast á næstu árum.

Spurning um að hætta þessu Microsoft kjaftæði og setja bara upp Linux?  Hætta í .Net og fara bara í Python eða eitthvað svoleiðis. Allavega hef ég verið að lesa mikið um Linux síðustu daga er alltaf að verða hrifnari og hrifnari

http://www.informationweek.com/news/showArticle.jhtml?articleID=197700789


Áhugavert...

http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/6396733.stm

Ætli þetta sé ekki bara nánasta framtíðin.  Bráðum munu þessar vídjóleigur eins og við þekkjum þær í dag leggjast af og við fáum allt okkar efni í gegnum netið.

Samt áhugavert að sjá hvernig þeir fara að því að leyfa aðeins spilun á kvikmyndum í 30 daga eftir niðurhal... og enn áhugaverðara að sjá hversu lengi menn eru að hakka sig í gegnum það.

 

 


Frídagurinn mikli

Já við skötuhjúin skelltum littla stráknum okkar í pössun til ömmu og afa í Logafoldinni í gærmorgun og eyddum deginum saman í rólegheitunum.  Við fórum t.d. í Karmelítu klaustrið í Hafnarfirði og fundum stórt handmálað kerti fyrir brúðkaupið sem og gestabókina.  Svo var farið í Smáralindina, föndurbúð og blómabúð.  Þegar við komum svo loks heim vorum við alveg búin á því og bara sofnuðum í einhverja 2 tíma.  Mjög gott að slaka almennilega á svona til tilbreytingar.  Svo var kveldinu eytt í að horfa á bíómyndir...

Annars er maður ennþá bara sigurreifur eftir að sækja 3 stig á Anfield í gær :).


Snilld...

þvílík rosaleg helv... gargandi snilld !

Gerð veðmál við einn bootcamp félagann... nú fær hann að æfa alla næstu viku í Manchester United treyju Cool

Náði því miður ekki að sjá leikinn sjálfur, en skilst að mínir menn hafi haft lady luck með sér og er það bara vel.  Veit að það er nóg af umferðum eftir í boltanum, en ætla samt að halda því fram að nú geti ekkert hindrað United í að verða enskir meistarar.... þá er það bara að taka evrópukeppnina líka  !!!


mbl.is Alex Ferguson: Vorum stálheppnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamt...

Já mörgum finnst þetta eflaust gott hjá mömmunni, að skilja drenginn eftir í fangelsi.  Nú veit ég ekki neitt um hvernig ástandi drengsins var háttað, en mín skoðun er að þegar svona er gert gæti brugðið til beggja vona.  Drengurinn gæti tekið fangelsisvistinni sem lexíu og gengið hægar um gleðinnar dyr í framtíðinni.  Svo gæti hann litið svo á að mamman hafi yfirgefið sig þegar hann þurfti á henni að halda, því það þurfa jú allir ást og stuðning þegar þeir hrasa.  Þetta fer væntalega mikið eftir skapgerð og uppeldi viðkomandi drengs.  Við gerum öll mistök (tek aftur framm að ég veit ekki nánari skil á ástandi drengsins) og ég gerði minn skerf af mistökum þegar ég var yngri en tel það algjörann óþarfa að telja þau upp hér... Wink en get þó sagt að foreldrar mínir þurftu í eitt skipti að sækja drenginn þar sem hann var farlama vegna verulega óhóflegrar neyslu áfengis.  Skiljanlega fékk ég að finna fyrir því hversu vonsvikin þau voru yfir þessu atviki og ég efast ekkert um að það hafi hjálpað mér að "læra" að drekka áfengi... sumir þurfa bara fleiri tilraunir til að læra að drekka en aðrir.

Mín skoðun...


mbl.is Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband