Vista...

Já það er nebbla það.  Ég er sjálfur að keyra Vista á heimasmíðuðu borðtölvunni og verð að segja að það sem kemur fram í þessari frétt er alveg hárrétt.  Veit ekki með myndvinnsluna en það sem sagt er um hægaganginn þegar maður er að opna möppur og gera svona minniháttar vinnslu er rétt.  Auk þess þá spyr stýrikerfið þig í hvert skipti sem þú opnar forrit hvot þú viljir örugglega gera það.  Reyndar hægt að slökkva á þessum fídus, en þetta er bara einn af þeim fídusum sem eiga að gera þetta nýja kerfi svo rosalega "öruggt" og því ekki sniðugt að slökkva á honum.

Annað sem böggar mig hrikalega við Vista er Windows Defender... gerir jú sitt gagn en líka ógagn.  T.d. stoppar hann sjálfkrafa forrit sem eiga að keyra upp þegar vélinni er ræst og ég þarf að fara inn handvirkt til að keyra þau upp... sérstaklega þar sem eitt af þessum forritum er vírusvörnin mín.  Hef reyndar ekki eytt miklu púðri í að komast að því hvernig hægt er að laga þetta en hef þó reynt og get rétt ímyndað mér hvað þetta væri leiðingjarnt og pirrandi fyrir almenna notendur sem eru ekki þeim mun betri á tölvur.

Svona er þetta... ef ég væri ekki tölvunarfræðingur sem er fyrir löngu orðinn (hef alltaf verið) háður Windows þá myndi ég ekki hika við að fá mér makka.


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófa prófa

enn er verið að prófa nýtt blogg... http://tolvunord.bloggar.is

Sjáum hvað verður...


Vúhú

Ég á ammli í dag
Ég á ammli í dag
Ég er gamall í dag...

Til hamingju ÉG Hlæjandi


Fuglinn minn fríði

Golfmót Lýsingar var haldið á laugardaginn.  Þáttakan var frekar dræm, þar sem aðeins 8 mættu af þeim 16 sem skráðu sig upphaflega til leiks.  Við mættum þarna á GKG galvaskir kl. 09.00 á laugardagsmorgun í þvílíkum kulda, tilbúnir í að taka bara 9 holur.  En þegar við vorum komnir af stað þá lagaðist veðrið og var því ákveðið að taka allar 18 holurnar.  Get ekki annað sagt en ég sé sáttur við það þar sem fyrri 9 holurnar hjá mér voru vægast sagt vafasamar.  Ég var að fjór og fimmpútta...  En allavega á 11 holu gerðust undur og stórmerki, Mundalingurinn náði sínum fyrsta fugli.  Tók þvílíkt gott upphafshögg og endaði ca. meter frá holunni, var eiginlega viss um að ná bara pari þar sem púttin mín höfðu ekki verið að gera sig neitt voðalega vel, en viti menn - boltinn fór ofan í :)
Svo kemur í ljós næsta föstudag á október fest Lýsingar hvernig manni gekk nú.  Veit allavega að ég er ekki í síðasta sæti þar sem einn hætti þegar nokkrar holur voru eftir.

Við Rósa erum búin að vera að kíkja í kringum okkur eftir raðhúsi eða einbýlishúsi... erum búin að sjá eitt sem við erum voðalega skotin í, en það er víst best að gera sem minnst áður en maður selur núverandi eign...  Fáum verðmat á henni seinna í dag og svo setjum við hana á sölu þegar við erum búin að laga svona ýmsa smáhluti.

Allavega nóg að gera :)


Brandari

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið." Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."

"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."

Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei", segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."

Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara í grímuball."


Jæja þá er það komið

Ógeð

Baðherbergið er tilbúið !!!!
Myndir eru komnar hérna til hliðar, hægt að skoða hvað baðherbergið var yndislega ógeðslegt.  Svo hendi ég inn myndum af því nýju og endurbættu :).  Allavega þá erum við Rósa rosalega fegin að þetta skuli loksins vera búið... næstum mánuði eftir að við byrjuðum (átti bara að taka nokkra daga sko).

Svo má ekki gleyma því að littli kallinn er farinn að standa í lappirnar, togaði sig upp á sunnudagskvöldið... maður er rosalega stoltur af stráknum Svalur

Montrassinn

Man alive... hef svosem ekkert annað að segja, maður er lítið búinn að gera nema vinna í þessu blessaða baðherbergi..


10 km hlaup

Jæja já... hljóp 10 km á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu.  Sáttur við að klára þetta þar sem ég hef ekki hlaupið svona langa vegalengd í einu frá því í 10 bekk í grunnskóla :).  Ekki jafn sáttur við að tíminn minn skráðist ekki þar sem ég var ekki með helvítis "flöguna" á réttum stað.  Maður átti víst að festa draslið á skóoinn sinn en ekki hafa þetta í vasanum.  En ég hljóp samt sem áður á ca. 51 mínútu sem mér finnst bara asskoti gott.  Ekki jafn gott var að sokkarnir sem ég hljóp í skárust einhvernvegin inn í stóru tánna sem er núna bólgin og fín og nærbuxurnar sem ég var í nudduðust svona fínt á milli lappana á mér líka... en eins og ég segi þá er ég ánægður með að hafa klárað þetta.

Nú standa yfir stórframkvæmdir í Miðholtinu.  Búið að rífa allt út af baðherberginu, dúkinn af veggjunum og gólfinu, baðkarið komið á haugana ofl. ofl. ofl.  Set inn myndir af herlegheitunum við tækifæri, gaman að sjá hvað baðherbergið lítur ógeðslega út.  Var farið að morkna hér og þar.

Jæja... vinna vinna vinna!

 


Golfkylfur í glasi

Einu sinni voru tvær golkylfur á bar og barþjónninn spurði hvað mætti færa þeim. Þá sagði önnur:?Einn bjór takk?. Svo spurði barþjónninn hina kylfuna og hún sagði: ?Ekkert ég er Driver?


Brandari

The Sermon I think this Mom will never forget.... this particular Sunday sermon..."Dear Lord," the minister began, with arms extended tow ard heaven and a rapturous look on his upturned face. "Without you, we are but dust." He would have continued but at that moment my very obedient daughter (who was listening!) leaned over to me and asked quite audibly in her shrill little girl voice, "Mommy, what is butt dust?"

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband