Síðasti dagurinn í Nice

Spurning hvort maður eigi ekki að flytja út til heitari landa?  Finn það alvega að hitinn á miklu betur við mig en kuldinn á Íslandi.  Svo er ekki þetta eilífa helvítis rok og rigning heldur.  Gæti alveg séð það fyrir mér að búa í einhvern tíma á Frakklandi, eða Spáni... spurning hvað Rósu og Vigni fynnst um það :)

Ráðstefnan er búin og ég er eiginlega búinn að fá alveg nóg af labbi, búinn að skoða allt sem ég hef áhuga á að skoða, fara allar helstu verslunargöturnar og svo framvegis.  Þannig að nú er ég í raun bara að bíða eftir að komast heim.  Verst samt hvað flugið til Parísar er óheyrilega snemma, það er flogið 06.40, en innritun er bara til 05.40 og hún byrjar 04.10... og þetta er easy-jet svo maður þarf að mæta sem fyrst í innritun til að fá gott sæti, er reyndar ekki svo langt flug þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli.  Svo lendi ég í París 20 mínútur í sjö og þarf að bíða til korter yfir tvö eftir fluginu til Keflavíkur...

En nóg um það, best að njóta síðustu andartakanna í Nice, kannski maður fari bara niðrá strönd með bók og fái sér eins og einn öl... verð samt ekki sólbrúnn því það er voðalega skýjaði í dag :p


Væmni

Bið ykkur afsökunar á væmininni en svona er þetta bara. 

Held að ég sé núna í fyrsta skipti að átta mig á því hversu mikið er hægt að elska...  Ég sakna Rósu og Vignis svo rosalega mikið að það er eiginlega ekki hægt að útskýra það.  Ég er búinn að hitta fullt af fólki, misjafnlega skemmtilegu, en nokkrum mjög góðum, en samt er ég voðalega einmanna eitthvað.  Það er líklega vegna þess að fólkið sem ég elska er ekki hjá mér til að upplifa þetta með mér.  Að vera einn í útlöndum, eða hvar sem er reyndar, er bara ekki það sama, maður í raun er ekki að upplifa hlutina eins og maður gæti verið að gera. 

En nú þegar þetta hefur verið sagt, þá er nú ekkert leiðinlegt hjá mér sko ;).  Náttúrulega nóg að gera, og fjölskyldunni myndi líklega leiðast ef hún væri hjá mér, þar sem ég vakna kl. 8 á morgnana og er á ráðstefnu til kl 16.  Og í dag var ráðstefnan meira að segja til kl. 17.30... en eftir það var smá "reception" þar sem boðið var upp á  hvítt, rautt, bjór og mat.  Það var mjög fínt, gaf manni tækifæri á að tala við mismunandi fólk... mjög mismunandi... en þannig virkar það bara.

Í morgun var ég að bíða eftir leigubíl á ráðstefnuna þegar ég tók eftir því að kona ekki mjög langt frá mér var með sama passa og ég um hálsinn eitthvað að væflast um svæðið.  Ég gerði mér lítið fyrir og spurði hvort hún væri að fara á rástefnuna og hún sagði já.  Við tókum saman leigubíl og í ljós kom að hún er skipuleggjandi ráðstefnunnar.  Mjög fín kona og gaman að spjalla við hana... og það sakaði ekki að hún borgaði bílinn ;).

Meira seinna... kossar handa höllum fyrst við erum svona væmin í dag.

 og þess má get að nú á að vera hægt að skrifa comment án þess að þurfa að staðfesta email... hélt reyndar að ég væri búinn að gera það mögulegt en nú er bara taka 2...


Utlond

Ja nu er madur staddur a charles de gaulle flugvellinum i paris... i helviti oflugri netvel eda tannig.  Flugid var bara fint.  Madur er half skelkadur herna thar sem thad er allt morandi i illvigum hermonnum med velbyssur, voru einmitt ad ganga framhja mer i tessum toludu ordum.  nog i bili, tarf ad fara i naesta flug... later


skrifi skrifi skrif

Til hamingju Steini með stúlkuna þína.  Já hann Steini gamli skólafélagi er orðinn pabbi.  Það gerðist 18 mars og var það 13 marka stúlka, og 51 cm.  Velkominn í hópinn og innilega til hamingju. 

Það er voðalega lítið að frétta af manni þessa dagana...  Er í vinnunni, fer heim eða í aukavinnu... mæti svo aftur í vinnuna...  Hef ekki mætti í ræktina í eina og hálfa viku, þvílíkt lélegur maður.  Ég var bara alveg ónýtur alla vikuna eftir árshátíiðina á Mývatni, og hef ekki náð að koma í mér í þann gír að vakna 05.30 á morgnana aftur - og svo eru að koma páskar þá er maður yfirleitt ekki duglegur heldur.

Hugsa að ræktin haldi nú ekki áfram fyrr en ég kem aftur frá Frakklandi, vona bara að maður fitni ekki geðveikt mikið þangað til.

 Já ég fer til Frakklands 22. apríl og kem aftur þann 28 apr.  Er að fara til Nice á ráðstefnu um hina ýmsu Microsoft tækni... verður bara gaman hugsa ég.  Er á ráðstefnunni 24-27 apríl frá 09.00 - 16.00 á daginn, svo maður hefur nú einhvern tíma til að gera eitthvað fleira en að sitja inni og hlusta á sérfræðinga tala ;)

Pabbi er svo kominn heim úr Kanada ferðinni miklu ( http://www.arctictrails.is ), hann, mamma og Diljá komu heim í morgun, svo maður fer eftir vinnu í dag að heilsa upp á kallinn - og leyfa honum að sjá Vigni Snæ - komnir hátt í 2 mánuðir síðan þeir hittust síðast... usss.


Enn eitt bloggið

Já ætli maður testi ekki þetta blogg núna ... búinn að fá hundleið á blog.central.is... sérstaklega eftir að vísir yfirtók þetta allt saman.

 En þetta kerfi lítur nú ekki sem verst út, virðist vera með flottri myndvinnslu og svona, þannig að maður þarf ekki að vera með myndirnar sínar út um allt á vefnum.

Gefum þessu allavega séns í smá tíma... þá er það bara taka 3 í bloggmálum Glottandi


« Fyrri síða

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband