10.8.2006 | 14:48
Verslunarmannahelgin
Fórum norður um síðustu helgi með littla kútinn í sína fyrstu útilegu. Jú við fórum norður því veðurfréttamenn kepptust við að segja okkur að þar yrði besta veðrið. Þetta byrjaði nú ekki illa, vorum komin inn í Flateyjardal ca. 18.00 á föstudeginum í blíðskaparveðri, reyndar alskýjað en mjög hlýtt. Hlýindin héldust nú ekki lengi því að á laugardeginum fór hitinn aldrei yfir 12 gráður. Í stuttu máli þá sáum við ekki sól í ferðalaginu fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes á heimleið á sunnudegi.
Vignir Snær var nú bara frekar sáttur við ferðalagið, enda voru svo margir að berjast um að fá að vera með hann. Verður örugglega þvílíkt athyglissjúkur þegar hann eldist. Eina sem drengnum leiddist soldið það var blessuð bílferðin fram og til baka. Ekkert gaman að vera festur niður í eitthvað sæti, vildi miklu frekar vera á fleygiferð út um allt á rassinum.
Vika 2 í bootcamp byrjaði með stæl í gær. Ég held svei mér þá að þjálfararnir hafi ætlað að drepa okkur, því ég hef aldrei verið eins búinn í efri líkamanum og eftir þessa hrikalegu æfingu. Og ekki nóg með að þetta hafi verið erfiðasta æfing sem ég hef farið á, þá fór ég að slípa strax á eftir :S sem ég ætla by the way aldrei að gera aftur, þó svo að það hafi ekki verið eins slæmt og ég bjóst við.
jæja... back to work.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 08:23
Golf... flog
Já og hana nú. Golfmót Lýsingar var haldið um síðustu helgi á golfvellinum í Grindavík. Spilaður var betri bolti, en hann virkar þannig að 2 spila saman í liði, einn vanur og einn óvanur. Báðir slá upphafshöggið, betri boltinn er valinn og svo er slegið til skiptis þangað til kúlan endar í holunni. Ég taldist sem vanur í þessu, þrátt fyrir forgjöf upp á 32, og endaði í 3ja sæti sem mér finnst nú bara asskoti gott :). Sem betur fer var spilað með forgjöf því annars hefðum við líklega endað í einu af neðstu sætunum.
Svo er kappinn byrjaður í bootcamp... byrjaði á mánudaginn og þetta er eintóm snilld. Maður er svoleiðis rekinn áfram og það er ekki ein mínúta í hvíld í þennan klukkutíma sem æfingin varir. Býst við að vera kominn í þrusuform eftir 5-6 vikur.
Nýja golfsettið kom í gær, við mikinn fögnuð hjá mér... mismikill fögnuður hjá Rósu og Vigni. Var nýkominn heima af bootcamp æfingu en bara varð að fara og slá nokkrar kúlur... 100 stk. eða svo. Verð nú bara að segja að mér finnst ég slá mun betur með þessum kylfum en þeim gömlu. Boltarnir voru allir (meira eða minna) að fara beint, sem er mikil framför.
Nú er stefnan sett á norðurland um helgina, þar sem veður á að vera hvað skást. Leggjum af stað um hádegisbil á morgun og keyrum í rólegheitunum eitthvað norður þar sem við vitum ekki alveg hvernig Vignir Snær á eftir að láta í svona langri keyrslu.
Allllavega ... later.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2006 | 09:25
Komin heim frá Köben og aftur í vinnu
Já Köben var geðveik, þvílíkur hiti maður. Íbúðin sem við vorum í var líka tóm snilld, hún var á Köbmagergade sem sker strikið ca. fyrir miðju :) vorum alveg 20 metra frá strikinu semsagt. Svo var stórkostlegur pallur á þakinu þar sem maður sá til allra átta og gat látið sólina grilla sig, auk þess sem ég grillaði þessar æðislegu nautalundir þar uppi líka ;).
Í stuttu máli þá var drukkinn bjór, labbað, drukkinn bjór, farið í búðir, drukkinn bjór og labbað soldið meira. Var eintóm snilld semsagt þarna úti.
Svo komum við heim í rigninguna og skemmtilegheitin, var reyndar gott veður fyrstu 2 dagana eftir að við komum heim. Allavegana þá komu mamma, pabbi og Diljá heim úr 6 vikna ferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna. Vignir Snær var kaffærður í gjöfum að venju og er að sjálfsögðu mjög ánægður með það.
Nenni ekki að skrifa meir, en byrja í Bootcamp 31 júlí :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2006 | 09:18
Fólkið í útlöndum
Mamma, Pabbi og Diljá systir eru á 6 vikna rúnt um USA... Diljá er komin með blogg þar sem hún lýsir á sinn eigin hátt hvernig ferðin gengur ... http://usa2006.blog.is
Annar er mjög gott að frétta... síðasti vinnudagur í dag fyrir 3 vikna sumarfrí, svo verðum við í flugvél á leið til Köben eftir viku... vúhú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 15:26
Og svo gerðist fleira...
Það var óvissuferð í boði Grétars með Ofurpungunum síðustu helgi. Ferðin hlaut það frábæra nafn "Survivor Suðurland" og heppnaðist með eindæmum vel hjá kallinum. Við byrjuðum vel á föstudeginum, fórum í Hveragerði, settum upp tjaldvagnana tvo og svo var planið að fara í smá fyllerísgolf, en þegar vagnarnir voru komnir upp voru menn meira á því að drekka bara og spila smá fussball. Nú eins og gefur að skilja þá var drukkið fram á nótt svona til að hita upp fyrir hinn ofur skemmtilega dag sem var framundan.
Laugardagsmorgun vorum við mættir um 10 til Grétars í morgunamat. Svo þegar bílstjórinn ógurlegi var mættur á svæðið þá var haldið af stað. Óvissan byrjaði á eggjabúi einu rétt hjá Selfossi, en þar var fyrsta þrautin af 5 í survivor leiknum. Eggjahlaup, egg sett í skeið og skeiðin upp í munn og svo hlaupið... því miður datt enginn með andlitið ofan á eggið en mjög gaman samt. Við fengum líka að bragða á hráu eggi og virtust allir geta kyngt því nokkuð sannfærandi nema Hjalti greyið sem virtist njóta þess svo rosalega að hann þurfti alltaf að spýta því út úr sér aftur. Og ekki má gleyma Óla sem fannst eggið svo rosalega gómsætt að hann var að velkjast með það uppí sér í dágóða stund, enda kallaður eggertegg. Að þessu ævintýri loknu tók svo við akstur mikill... mun meiri en hann átti að vera þar sem bílstjórinn góði var svo ánægður með aksturseiginleika bíls míns að hann sá sig tilknúinn að aka sama malarveginn aftur og aftur og aftur og aftur... og aftur. En við komumst á áfangastað að lokum, en það var rafting í hvítá. Ég er náttúrulega með ekkert nema ónýt eyru og má ekki fá vatn í þau, en var svo forsjáll að kaupa eyrnatappa áður en lagt var í hann þannig að ég gat notið ferðarinnar svona nokkurnvegin jafn mikið og hinir. Raftingið var mjög skemmtilegt, reyndar fannst okkur öllum að flúðirnar hefðu mátt vera fleiri og stærri, en þetta var ágætis fyrsta reynsla.
Næst tók svo aftur við smá auka akstur þar sem bílstjórinn keyrði okkur upp að einhverju býli sem honum fannst greinilega svona rosalega flott... og svo var snúið við. Leiðin lá næst á Flúðir þar sem restin af þrautunum fór fram... nenni ekki að tala um þær, nema þá golfkeppnina sem ég og Hössi unnum og svo drykkjukeppnina sem ég vann :).
Nú var dagur að kveldi kominn og haldið aftur í Hveragerði þar sem mikið bál var kveikt og söngvar sungnir fram á nátt. Ekki má gleyma hetjunum þrem sem steyptu sér sauðdrukknir í ískalda ánna sem streymdi meðfram tjaldsvæðinu. Hössi fór fyrstur, á föstudagsvköldið og hafði miklar áhyggjur af að kjálkinn á sér væri frosinn fastur og að hann fengi hjartaáfall... Óli og Hjalti lentu nú ekki í svipuðum hremmingum en var að sögn nokkuð kalt.
Svo tek ég það að mér hérmeð að skipuleggja næstu ferð sem verður að ári... Survivor Vesturland :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 15:11
Gleymdi mér
Skrifaði bloggfærslu í síðustu viku, en gleymdi alltaf að setja hana inn... allavega þá kemur hún hérna fyrir neðan
Jamm og já...
Hellingur sem maður hefur dundað sér síðan síðast var bloggað. Verst að minnið er soldið gloppótt, en allavega þá verður stiklað á stóru, eða þannig sko.
Nú er ég búinn að vera viku í fæðingarorlofi, eða svoleiðis, þurfti að vinna 2 daga í síðustu viku... hvað er verið að setja deadline á verkefnum á meðan ég á að vera í fríi?? Aníhú, þá var óvissuferð með vinnunni síðast miðvikudag, helvíti skemmtilegt bara. Fórum fyrst í Hljómskálagarðinn í ratleik... með bjór við hönd að sjálfsögðu. Keyrðum því næst upp í Keflavík þar sem við kíktum í heimsókn til Rúnars Júl... og tókum upp eitt stykki plötu með 4 lögum. Svo var farið út að borða á Hótel Loftleiðum í Keflavík, fengum þar góða humarsúpu. Svo var haldið í bæinn aftur og út á lífið. Mjög skemmtilegt semsagt.
Vignir Snær er orðinn voða duglegur að sitja og leika sér, sem er mjög gott fyrir okkur foreldrana - þurfum ekki sífellt að vera að halda á honum þá. En annað sem hann er orðinn duglegur í er ekki jafn skemmtilegt, en það er að vakna snemma á morgnana... svona milli 7 og 8, ekki það sem maður vill þegar maður er í fríi... en lítið sem ég get gert við því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 08:46
Góða veðrið í gær
Rósa og Vignir Snær voru voða dugleg í góða veðrinu í gær. Byrjuðu á að labba heima í Mosó í 1 og hálfan tíma, fóru svo í Logafoldina þar sem Þóra frænka tók stráklinginn með sér í heita pottinn. Þar var sko stuð á kallinum, hægt að busla og busla að vild - eins og sjá má á nýjustu myndunum.
Svo þegar ég var búinn í vinnunni þá fórum við öll 3 í grasagarðinn og löbbuðum aðeins þar þannig að ég fékk líka að vera aðeins með í skemmtuninni á þessum frábæra góðviðrisdegi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2006 | 09:25
Helgin
Við fórum 3 félagar í golf í gær, ég, Hössi og Grétar. Fórum við á völlinn í Þorlákshöfn "eldsnemma" á sunnudagsmorgun, eða vorum mættir kl. 10. Veðrið var tær snilld, enda var völlurinn troðinn af fólki, sem var reyndar ekkert svo slæmt því maður þurfti ekkert að vera að flýta sér þar sem maður kemst ekkert hraðar en þeir sem eru á undan.
Þó svo að veðrið hafi verið tær snilld þá var spilamennskan hjá okkur ekki upp á marga fiskana... segjum bara að ég vann með 2 höggum... óþarfi að þreyta ykkur með fleiri tölum.
Eftir golfið fórum við svo heim til Grétars á Selfoss, átum pizzu og horfðum á leiðinlegasta fótboltaleik allra tíma - Portsmouth - Liverpool... man alive it was boring.
Later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 10:53
Microsoft að gera góða hluti eða þannig ...
hérna
Windows Vista ekki tilbúið að mati rannsóknarfyrirtækisins Gartner | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.5.2006 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2006 | 10:13
Kominn heim í faðm fjöskyldunnar
Nú er maður kominn aftur á gamla "góða" Ísland... rigning, rok og skemmtilegheit... kallt þó svo að sólin skíni. Ætla að vona að sumarið verði betra í ár en í fyrra .
Ferðin var mjög skemmtileg og fræðandi og gekk all bara mjög vel...
Annars er Rósa mín komin með blogg... http://scousergirl.blog.is
Later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RSS-straumar
Bloggvinir
Tenglar
Fjölskyldan
- Frændsystkinin
- Þóra systir
- Róslan mín Ástarlingur
- Vignir Snær Þórmundsson
- Freysi bróðir
- Afkomendur Sóló
Vinir
Vinir og vandamenn
- FC Hasselhoff Hið gríðargóða knattspyrnufélag...
- The Boss
- Elli blótari
- Bolti
- Ásgeir USA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar