Vafasamt...

Já mörgum finnst þetta eflaust gott hjá mömmunni, að skilja drenginn eftir í fangelsi.  Nú veit ég ekki neitt um hvernig ástandi drengsins var háttað, en mín skoðun er að þegar svona er gert gæti brugðið til beggja vona.  Drengurinn gæti tekið fangelsisvistinni sem lexíu og gengið hægar um gleðinnar dyr í framtíðinni.  Svo gæti hann litið svo á að mamman hafi yfirgefið sig þegar hann þurfti á henni að halda, því það þurfa jú allir ást og stuðning þegar þeir hrasa.  Þetta fer væntalega mikið eftir skapgerð og uppeldi viðkomandi drengs.  Við gerum öll mistök (tek aftur framm að ég veit ekki nánari skil á ástandi drengsins) og ég gerði minn skerf af mistökum þegar ég var yngri en tel það algjörann óþarfa að telja þau upp hér... Wink en get þó sagt að foreldrar mínir þurftu í eitt skipti að sækja drenginn þar sem hann var farlama vegna verulega óhóflegrar neyslu áfengis.  Skiljanlega fékk ég að finna fyrir því hversu vonsvikin þau voru yfir þessu atviki og ég efast ekkert um að það hafi hjálpað mér að "læra" að drekka áfengi... sumir þurfa bara fleiri tilraunir til að læra að drekka en aðrir.

Mín skoðun...


mbl.is Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Verð að segja það að ég er sammála þér (sömuleiðis veit ég ekki allt um ástand drengsins), en ég hefði ekki vilja vakna upp í fangaklefa eftir mitt fyrsta skrall, móðir mín kom og settist á rúmstokkin hjá mér meðan litlu kallarnir með hamrana stóru börðu höfuð mitt, hún strauk mér um ennið og ræddi málin......og þá fannst mér við vera vinkonur og mammabest  Ég tel að við eigum að styðja börnin okkar svo ég tali nú ekki um eftir því sem þau verða eldri og allt verður svo erfitt og flókið. 

Kv.Frúin  

Didda, 2.3.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er ekki smmála, ég hef séð til þar sem varða að fjarlægja ungling af heimili þrátt fyrir að móðirin gerði allt, já allt til að gera honum allt til geðs.

Það segir líka í fréttinni: Báðir voru drengirnir ölvaðir og létu mjög ófriðlega. Tilvitnun lokið. Þetta minnti mig óneitanlega á það dæmi semég nefndi.

Kv. SigfúsSig.

Ps. vonandi þurfa sem allra fæstar mæður og eða feður að upplifa snaróðan ungling komandi heim til sín, brjóta þar allt og bramla eingöngu vegna þess að hann var reiður við lögrelguna, tek það fram að ég hef þá reynslu ekki ú mínu eigin fjölskildulífi.

Sigfús Sigurþórsson., 2.3.2007 kl. 19:25

3 identicon

Thvi skal baeta vid ad thegar foreldrarnir sottu drenginn alolvadan i "aesku" hans var thad fyrir utan Studentakjallarann eftir helviti gott djamm. Rett adur en Nissan Patrol-inn birtist let pilturinn okkar vada eina stora aelu, sem er minnisverd fyrir thad ad hafa innihaldid naer einungis omelt pasta. Frekar ogedfelld sjon!!!

Asgeir (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Þórmundur Helgason

Ég er ekkert að gagnrýna þessa tilteknu móður því eins og ég sagði þá veit ég ekki nánari skil á ástandi drengsins.  Né heldur er ég að leggja til að það sé nokkrum unglingi holt þegar allt er látið eftir honum, þvert á móti þá þurfa krakkar á þessum aldri aga og leiðsögn... en ég tel fangelsisvist ekki vel til þess fallna að leiðbeina ungum og óhörðnuðum.

Þórmundur Helgason, 3.3.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Þórmundur Helgason

Já og takk Ásgeir minn... þetta kallar maður vini sína

Þórmundur Helgason, 3.3.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórmundur Helgason
Þórmundur Helgason

Nota bene

Brinkster

RSS-straumar

Flickr myndir

Flickr myndir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband